Ferskleiki & GæðiFerskar Kjötvörur

Ferskar kjötvörur er stofnað árið 1993, fyrirtækið leggur áherslu á ferskleika og gæði. Ferskar kjötvörur bjóða viðskiptavinum sínum upp á það besta frá íslenskum bændum

Ferskar Kjötvörur - Um okkur

Ferskleiki & GæðiFerskar kjötvörur

Ferskar kjötvörur er stofnað árið 1993, fyrirtækið leggur áherslu á ferskleika og gæði. Ferskar kjötvörur bjóða viðskiptavinum sínum upp á það besta frá íslenskum bændum ásamt því hefur Ferskar kjötvörur flutt inn erlent kjöt frá viðurkenndum erlendum framleiðsluaðilum ásamt fjöldan allan af hrápylsum og hráskinkum.

Ferskar kjötvörur er deild innan Aðfanga sem er eitt af dótturfélögum Haga verslana. 

Ferskar kjötvörur er einn af stærstu kjötverkendum landsins en fyrirtækið sér matvörukeðjum Haga fyrir kjötvörum. Framleiðslan er bæði undir merkjum Ferskra kjötvara og verslananna sjálfra. Meðal sterkustu merkja Ferskra kjötvara eru Íslandsnaut og Íslandslamb. Í auknum mæli hefur verið lögð áhersla á framleiðslu á hálftilbúnum og tilbúnum vörum, auk annarra lausna fyrir neytendur. Ferskar kjötvörur selja einnig vörur til veitingastaða .

FAGFÓLK Á SÍNU SVIÐIOkkar starfsmenn

Jafnlauna- og launastefnaStefnur

Launastefna

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á launastefnu og jafnlaunastefnu Aðfanga. Launastefnan tekur til allra starfsmanna fyrirtækisins.

Aðföng greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

Almennar launahækkanir fara eftir kjarasamningum VR, Eflingar, Matvís og Brú – félags stjórnenda við Samtök atvinnulífsins.

Fjármálastjóri í samráði við framkvæmdastjóra ber formlega ábyrgð á öllum launatengdum ákvörðunum og gætir þess að samræmis sé gætt við alla ákvörðunartöku og tryggir að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum í samræmi við fyrirliggjandi starfslýsingar þar sem fram koma þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs.

Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

 

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Aðfanga er ætlað að tryggja öllu starfsfólki sem starfa hjá fyrirtækinu jöfn tækifæri eins og kveðið er á í lögum og stjórnarskrá um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti launastefnu fyrirtækisins.

Markmið stefnunnar er að stuðla að því að allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri og koma í veg fyrir hvers konar mismunum.

Eftirfarandi jafnlaunmarkmið skulu höfð að leiðarljósi:

1. Aðföng er vinnustaður þar sem allir óháð kyni eiga jafna möguleika til starfa.
2. Að allir óháð kyni, njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
3. Aðföng er vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.
4. Aðföng gætir þess að allir starfsmenn hafi sömu tækifæri til starfsþróunar, náms og
fræðslu.
5. Aðföng líða ekki kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, einelti eða annað ofbeldi.

Aðföng hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks til að framfylgja settum stefnumiðum. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að þeim lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Fjármálastjóri er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi kerfisins í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85.

Til að uppfylla skilyrði laganna og stefnunnar skuldbindur fyrirtækið sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar.

Ákveðið verklag er viðhaft við launaákvarðanir innan fyrirtækisins sem hefur það að markmiði að tryggja heildaryfirsýn yfir laun, stöðugar umbætur á launakerfinu, eftirlit með kynbundnum launamun og viðbrögð sem felast í því að leiðrétta kynbundinn launamun tafarlaust komi hann í ljós.

Stjórn setur fram jafnlaunamarkmið og rýnir jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.