a-la-hrefna-saetran

PIKKLAÐ GÓÐUR!A la Hrefna Sætran

Hráefnið fyrir 4

  • 4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • 8 sneiðar gráðostur
  • 4 stk hamborgarabrauð
  • Pikklað grænmeti
  • Salt
  • Nýmalaður Pipar
  • Dijon-sinnep

Aðferðin

Grillið eða steikið hamborgara og snúið honum við þegar blóð byrjar að vætla upp úr honum. Kryddið yfir með salti og pipar og leggið gráðost ofan á. Hitið brauðið og smyrjið með Dijon-sinnepi, leggið hamborgarann ofan á og toppið hann með pikkluðu grænmeti.

KOKKURINNHREFNA RÓSA SÆTRAN

MATREIÐSLUMEISTARI

Listakokkurinn Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran er uppalin í Breiðholtinu en býr nú í miðbæ Reykjavíkur. Hún hóf matreiðslunám sitt árið 2000 ár Apótekinu, vann á Maru og svo á Sjávarkjallaranum og loks opnaði hún sitt eigið veitingahús, Fiskmarkaðinn, árið 2007 aðeins 27 ára gömul.

Hrefna hefur skapað sér nafn í matreiðsluheiminum því fyrir utan það að reka sinn eigin veitingastað er hún í Kokkalandsliðinu, gaf nýlega út eigin matreiðslubók, Fiskmarkaðinn, og hefur einnig séð um matreiðsluþættina Matarklúbbinn á Skjá einum.

Hrefna býr ásamt unnusta sínum og segir að þau skiptist jafnan á að elda. Helstu áhugamál Hrefnu eru matreiðslan, auðvitað, en hún hefur einnig mikinn áhuga á Japan, bæði matarhefðum og menningu, fötum og tísku. Hún stundar jóga tvisvar í viku, elskar ketti og á forláta rafmagnshjól sem vinir hennar stríða henni jafnan á.

Um þennan hamborgara:

„Hamborgarar eru oft taldir vera þynnkumatur eða mjög óhollur matur en því má breyta á mjög einfaldan hátt. Ég er hrifin af því að gera opinn hamborgara með kornmiklu, þunnu brauði undir kjötinu, vænni smyrju af Dijon-sinnepi og hágæða gráðosti sem ég set á hamborgarann eftir að búið er að snúa honum við. Það sem mér finnst ómissandi á hamborgara er pikklað grænmeti og er þá fenníka ofarlega á listanum. Það er svona bit í grænmetinu sem kemur skemmtilega á móti mjúku brauðinu og áferðinni á hamborgaranum. Ég gef hér uppskrift af leginum en í honum má pikkla t.d. fenníku, gulrætur, agúrkur, radísur og sellerí og svo mætti lengi telja.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus