arabinn

ALI BABA HVAÐ?Arabinn

Hráefnið fyrir 4

 • 400 gr Íslandsnaut nautahakk
 • 4 stk hamborgarabrauð
 • Olía
 • Salt
 • Nýmalaður pipar
 • 1 rifinn sítrónubörkur (af heilli/heilum sítrónum)
 • 25 gr furuhnetur
 • 1/2 rauðlaukur
 • 2 stk hvítlauksgeirar
 • 1/2 knippi steinselja, helst ítölsk
 • 1 tsk kummin (cumin)
 • 1 tsk kóríanderduft
 • 1/2 tsk kanill

Aðferðin

Setjið rauðlauk, hvítlauk og steinselju í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til allt er orðið fínhakkað. Bætið þá kryddi og sítrónuberki saman við og síðan furuhnetum og látið vélina ganga mjög stutt (best að nota púlshnappinn ef hann er til staðar) þannig að þær verði grófhakkaðar. Setjið blönduna í skál og hnoðið hakk saman við. Mótið 4 borgara úr hakkinu, a.m.k. 2 cm á þykkt, penslið þá með olíu og grillið á útigrilli eða steikið á grillpönnu í 4-5 mín. á hvorri hlið. Setjið borgarana í hamborgarabrauð, t.d. með salatblaði, tómötum, gúrkum og rauðlaukshringjum. Með þessu er gott að hafa sósu úr jógúrt, söxuðu myntulaufi og ögn af cayenne-pipar.

KOKKURINNNANNA RÖGNVALDARDÓTTIR

MATREIÐSLUBÓKAHÖFUNDUR

Nanna Rögnvaldardóttir er einn reyndasti matreiðslubókahöfundur landsins og hefur gefið út 11 bækur þegar þetta er skrifað. Nanna er úr Skagafirði en hún hélt til Akureyrar þar sem hún nam til stúdentsprófs við Menntaskólann á Akureyri. Hún kláraði sjókokkaprófið frá Húsmæðraskólanum þar í bæ sem kom sér vel því hún fékk það metið til stúdentsprófs í MA eftir að í ljós kom að mætingin var ekki alveg 100%. Það má því segja að Nanna sé með stúdentspróf í matreiðslu.

Nanna hefur lengst af unnið sem ritstjóri hjá bókaútgáfu en hún vann líka í nokkur ár sem blaðamaður á matartímaritinu Gestgjafanum auk þess að gefa út eigin matreiðslubækur. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á mat og bókum og bókum um mat.

Á heimili Nönnu er engin verkaskipting þar sem hún býr ein en hún á tvö uppkomin börn sem hún segir að hafi lært hitt og þetta af móður sinni. Barnabörnin tvö eru líka dugleg að elda með henni og dótturdóttirin hefur meira að segja útbúið sína eigin matreiðslubók sem Nanna fékk frá henni í jólagjöf.

Helstu áhugamál Nönnu eru bækur og hún les mjög mikið. Sagnfræði finnst henni skemmtileg og þá sérstaklega matarsögur. Sjálf segist Nanna vera óttaleg flumbra í eldhúsinu en það kann greinilega góðri lukku að stýra því margar uppskriftir hafa orðið til í gegnum mistök sem þurfti að redda. Aðspurð segir hún ein eftirminnilegustu eldhúsmistökin vera þegar hún litaði jólasósuna óvart rauða.

Um þennan borgara:
„Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á og verið hrifin af arabískri og norður-afrískri matargerð og þessi borgari er undir áhrifum þaðan. Þetta er mín uppáhaldsmatargerð.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

 • Hagkaup
 • Bónus