bbb-burger

BRAKANDI BJÚTÍFÚL BBQ OG BRIE-OSTA BURGERBBB: Barbeque & Brie-osta burger

Hráefnið fyrir 4

  • 4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • Steikarkrydd
  • Barbeque sósa
  • Brie-ostur, sneiddur
  • 4 stk hamborgarabrauð
  • Majónes
  • Salatblöð
  • 1 stk tómatur, skorinn í sneiðar
  • 1 stk rauðlaukur, skorinn í sneiðar

Aðferðin

Steikið eða grillið hamborgara og kryddið strax með góðu steikarkryddi. Smyrjið góðri skvettu af barbeque-sósu yfir borgarana um leið og þeim er snúið og leggið sneiðar af brie-osti ofan á. Borgarinn er tilbúinn fáum mínútum síðar. Smyrjið hamborgarabrauð létt eða þétt með góðu majónesi. Leggið salatblað ofan á neðra brauðið, setjið borgara ofan á og því næst tómat- og lauksneiðar. Setjið brauð ofan á og berið fram.

KOKKURINNHÁKON MÁR ÖRVARSSON

MATREIÐSLUMEISTARI

Hákon er matreiðslumeistari og hefur verið viðloðandi fagið frá 17 ára aldri. Hann kemur frá Akureyri en hefur komið víða við og m.a. unnið á Hótel Holti og Vox og auk þess lifað og starfað í Ameríku og Lúxemborg. Undanfarin sumur hefur hann séð um matseld í veiðihúsum, t.d. í Haffjarðará og Miðfjarðará.

Hákon hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir matargerðarlist sína, hann var valinn matreiðslunemi ársins 1994, Matreiðslumaður ársins 1997 og lenti í 3. sæti í hinni virtu Bocuse D‘Or árið 2001. Hann var einnig í Kokkalandsliðinu frá 1997-2001.

Heima fyrir segir Hákon að verkaskiptingin við matreiðsluna sé nokkuð jöfn og að börnin hans tvö séu einnig liðtæk við bakstur og einfalda eldamennsku, þau hafi bara gaman af því að taka þátt.

Það skemmtilegasta sem Hákon gerir er að stunda fluguveiði en hann hefur rosalega gaman af því að ferðast. Hann notar alltaf ferðirnar til að sækja sér fróðleik um matarmenningu þeirra staða sem hann heimsækir. Það skrítnasta sem hann hefur smakkað var krókódíll á veitingastað í Belgíu en það var bara vegna þess að rotturnar voru búnar.

Um þennan borgara:
„Þetta er borgari sem ég geri oft en hann er hér í spariútfærslu sem er lítil fyrirhöfn til viðbótar við þá borgara sem menn útbúa dagsdaglega.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus