EINFALDLEGA GÓÐURBergsborgari

Hráefnið fyrir 4

 • 800 gr Íslandsnaut nautahakk
 • 4 stk hamborgarabrauð
 • 4 stk sneið 26% ostur
 • 4 msk beikonkurl
 • 6 msk sýrður rjómi
 • Rauðlaukur, fínt skorinn
 • Tómatur, skorinn í þunnar sneiðar
 • Salt
 • Pipar
 • Paprikukrydd
 • Sætt sinnep

Aðferðin

Mótið hamborgara úr hakkinu og steikið á pönnu, kryddið með salti, pipar og paprikukryddi. Steikið beikonkurl, snúið borgaranum við og leggið ostsneið ofan á og síðan beikonkurlið. Hitið hamborgarabrauð létt á pönnunni, smyrjið neðri hlutann með sýrðum rjóma og raðið grænmeti ofan á eftir smekk. Leggið borgarann ofan á og toppið með sinnepi og hamborgarabrauði.

KOKKURINNBERGUR RÖGNVALDSSON

FLUGBÓNDI

Bergur er fæddur í Gautaborg í Svíþjóð en alinn upp í Garðabænum og í Biskupstungum. Hann býr nú í Litlu-Hildisey í Austur Landeyjum og titlar sig flugbónda þar sem hann er bæði bóndi og flugmaður. Bergur útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskólanum 1992 og hefur starfað bæði sem smábátaútgerðarmaður og bóndi síðan. Í dag er Bergur kokkur á heimsskautastöð á Norðaustur Grænlandi fyrir grænlensku flugmálastjórnina. Bergur segir dvölina á Grænlandi vera kalda en þar hefur hann lagt sig fram við að kynnast grænlenskri matarmenningu. Á heimili Bergs ríkir lýðræði að hans sögn svo hann eldar stundum en einnig sambýliskona hans. Á boðstólum er helst matur sem ræktaður er á búinu, lambakjöt og hrossakjöt en einnig fiskur þótt hann sé nú ekki ræktaður á búinu. Hamborgarar eru einnig á boðstólum og Bergur segist hafa eldað hamborgara á Grænlandi úr sauðnautahakki sem kom mjög vel út. Bergur hefur öll réttindi á vélknúin tæki innan Evrópu; bílar, vinnuvélar, flugvélar og skip að 30 tonnum. Hans helstu áhugamál eru flugið og dýr, þ.e.a.s. hestamennska og búskapurinn. Þegar hann var trillusjómaður fór hann nokkra hringi í kringum landið og spilaði sem trúbador á börum á milli þess sem hann stundaði veiðarnar en í dag segist hann eingöngu syngja fyrir hundana sína fjóra og einstaka sinnum fyrir konuna á góðum degi. Um þennan hamborgara: „Mér finnst hamborgarinn bara bestur og ferskastur svona. Einfaldleikinn er bestur og ég get borðað þennan með góðri samvisku.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

 • Hagkaup
 • Bónus