hjaltaborgarinn

ÚRSUSINN!Hjaltaborgarinn

Hráefnið fyrir 4

 • 4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
 • Montreal-krydd
 • 4 sneiðar ostur
 • 4 stk hamborgarabrauð
 • Dijon-sinnep
 • Jack Daniels BBQ-sósa
 • Iceberg-salat
 • Tómatur, skorinn í sneiðar
 • Rauðlaukur
 • Súrar gúrkur

Aðferðin

Steikið hamborgara eða grillið og kryddið með Montreal-kryddi. Skellið ostinum ofan á síðustu mínúturnar. Hitið hamborgarabrauð og smyrjið með Dijon-sinnepi öðru megin og BBQ-sósu hinum megin. Raðið káli, tómötum og lauk ofan á brauðið, leggið borgarann ofan á og raðið súrum gúrkum yfir. Toppið með brauði.

KOKKURINNHJALTI ÚRSUS ÁRNASON

FRAMKVÆMDASTJÓRI OG KRAFTAJÖTUNN

Hjalti Úrsus Árnason er fæddur og uppalinn í Reykjavík, nánar tiltekið í Árbænum. Hann segist snemma hafa kynnst hinni hörðu lífsbaráttu enda verið sendur í sveit í Biskupstungur á sumrin frá 10 ára aldri. Hjalti hóf að stunda kraftlyftingar 18 ára gamall og segist hafa verið fastur í þeim bransa síðan, annað hvort sem keppandi eða mótshaldari. Í dag er hann þrefaldur framkvæmdastjóri því hann rekur Eldingu, fyrirtæki á sviði líkamsræktar, Félag íslenskra aflraunamanna og kvikmyndafyrirtækið Goðsögn sem m.a. bjó til heimildamyndina Ekkert mál um Jón Pál Sigmarsson auk þess að framleiða þáttinn Kraftasport fyrir Stöð 2.

Það er sjaldan lognmolla í kringum Hjalta og þegar þessi orð eru skrifuð er hann í óðaönn við að undirbúa mikla fitness- og heilsusýningu, Icelandic Fitness&Health Expo, sem fram fer í nóvember 2010.

Hjalti býr ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum sem þau eiga sín á milli og segist elda sjálfur á sínu heimili, svona oftast, og vera nokkuð fjölhæfur kokkur. Eiginkona Hjalta er lýðheilsufræðingur og því skapast stundum heitar umræðum í eldhúsinu um næringargildi matarins og það hvernig hann á að vera saman settur. Matreiðsluþekkingu sína og -áhuga öðlaðist hann í gegnum ferðalög sín erlendis og hann segist vera mjög opinn fyrir því að smakka og prófa nýjungar og vera sérstaklega hrifinn af indverskri og japanskri matargerð, sushi er t.d. í miklu uppáhaldi.

Þrátt fyrir að vera mikið heljarmenni segist Hjalti vera nokkuð liðugur sem hann þakkar karateæfingum sínum í gamla daga. Hann segir að fyrir örfáum árum hafi hann getað farið í splitt. Fyrir utan kraftasportið á fjölskyldan hug Hjalta og þá ekki bara hans nánasta fjölskylda heldur líka Ísland allt. Hann segist óska þess að Ísland og Íslendingar komist á hreyfingu aftur, ekki bara í bókstaflegum skilningi heldur líka andlega þannig að hugarfarið breytist. „Hreyfing hefur góð áhrif á alla,“ segir Hjalti, „það verða allir neikvæðir af því að hlusta endalaust á leiðindi.“

Um þennan hamborgara:

„Þetta er hamborgarinn sem ég bý til sjálfur og er uppáhaldsrétturinn okkar á sumrin þegar við grillum. Krakkarnir okkar kalla þetta „daddy burger.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

 • Hagkaup
 • Bónus