Grillið hamborgara og kryddið með góðu kjötkryddi. Snúið við og leggið ostsneiðar ofan á rétt í lokin. Gætið þess að ofgrilla ekki hamborgarann, hann á að vera rauður að innan. Hitið Fittí bollur á grillinu (sleppið lokinu – tilgangslaus kolvetni). Hrærið rautt pestó saman við sýrðan rjóma og smyrjið á hamborgarabrauðið í stað hamborgarasósu. Raðið tómötum, klettakáli og basilíkulaufum á borgarann og voila! Tær snilld. Hér er búið að spara nóg af hitaeiningum svo þú getir fengið þér eitt rauðvínsglas með.
Þorbjörg Marinósdóttir er betur þekkt sem Tobba Marinós. Hún lærði fjölmiðlafræði í Bretlandi eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Versló og FG og réði sig síðan í blaðamennsku á Séð og Heyrt. Tobba hefur afrekað margt þótt ung sé og ferilskráin er orðin nokkuð flott því Tobba er blaðamaður, sjónvarpsþáttastjórnandi, kynningarfulltrúi á Skjá Einum og metsöluhöfundur. Tobba fékk mikið lof fyrir bók sína Makalaus þar sem hún skrifaði um reynslu sína af stefnumótalífinu í Reykjavík. Hún segist vera „pró í dating-geiranum og eldhúsinu“ og að hún hafi loksins náð að landa sér kærasta með hæfileikum sínum á matargerðarsviðinu.
Tobba segir að hún og kærastinn hennar skiptist á að elda en að hún þurfi samt að láta hann fá uppskrift svo hann geti eldað eitthvað. Hún fékk gott mataruppeldi frá móður sinni sem hún segir vera algjöran listakokk.
Þegar Tobba er spurð hvort hún hafi einhverja sérstaka hæfileika segist hún geta sett allan hnefann á sér upp í sig og borðað tvo lítra af ís í einum rykk, þó ekki á sama tíma. Hennar helstu áhugamál eru líkamsrækt og útivist, matargerð, hlátursköst og að spila rommý.
Um þennan hamborgara:
„Ég er alltaf að reyna að borða eitthvað hollt en ég get ekki hætt að borða hamborgara, þetta er svona redding á því vandamáli.“
Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.
Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .