italinn

BERLUSCONI, AL CAPONE, JÓI FEL, DON CORLEONEÍtalinn

Hráefnið fyrir 4

  • 4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • Salt
  • Pipar
  • Brie-ostur, skorinn í sneiðar
  • 4 stk chiabatta brauð
  • Smjör
  • Hvítlauksmajónes
  • 4 stk hráskinka
  • 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
  • Sólþurrkaðir tómatar

Aðferðin

Steikið hamborgara á pönnu eða grilli og kryddið með salti og pipar. Raðið sneiðum af brie-osti ofan á eftir að honum hefur verið snúið við. Skerið ciabatta-brauð í tvennt og steikið létt upp úr smjöri með sárið niður. Smyrjið hvítlauksmajónesi yfir og leggið sneið af hráskinku á botninn. Setjið borgarann ofan á og toppið með rauðlauk og sólþurrkuðum tómötum.

KOKKURINNJÓI FEL

BAKARI OG SJÓNVARPSKOKKUR

Jói Fel er Reykvíkingur í húð og hár og er fæddur í Fram-hverfinu í Safamýrinni. Hann segist alltaf hafa ætlað að verða bakari eða kokkur og fór því beint í bakaranám þegar hann var 16 ára og grunnskólanum lauk. Hann er búinn að vera í bransanum síðan og ekki hægt að segja annað en að honum hafi gengið vel enda bakaríið hans með þeim vinsælustu í bænum og Jói sjálfur líklega einn þekktasti bakari landsins. Fyrir utan það að reka vinsælt bakarí hefur Jói gefið út fjórar bækur og sú fimmta er á leiðinni þegar þetta er skrifað, hann varð auk þess Íslandsmeistari í kökuskreytingum árið 1996 og hefur getið sér gott orð sem sjónvarpskokkur en hann segir þó að matargerðin sé aðallega áhugamál þar sem hann er ekki menntaður kokkur.

Aðspurður segist Jói oftast elda á sínu heimili og þegar konan hans reyni að elda þá taki hann fram fyrir hendurnar á henni. Börnin fylgjast grannt með þegar hann eldar og læra af pabba sínum.

Helstu áhugamál Jóa Fel eru vinnan hans, heilsurækt og myndlist. Hann er listamaður á fleiri sviðum en við bakstur og kökuskreytingar og málar sjálfur þegar hann á frí (sem er ekki oft). Hann hefur bæði gefið og selt verk eftir sjálfan sig og segist jafnan troða málverkunum upp á fjölskyldumeðlimi.

Um þennan hamborgara:
„Þetta er svona mitt á milli þess að vera hamborgari og samloka. Hann er ekki jafn „greasy“ og aðrir hamborgarar og því finnst mér skemmtilegra að borða hann svona, með miklu og góðu bragði.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus