Steikið hamborgara á vel heitri pönnu og kryddið með salti og pipar. Steikið borgarann þannig að hann verði „medium rare“ og bætið smjörklípu á pönnuna í lokin, leyfið smjörinu aðeins að brenna til að fá karamellukeim og setjið sneið af mozzarella-osti ofan á kjötið.
Leggið hamborgarann á disk og breiðið álpappír yfir, geymið.
Steikið egg og beikon og búið til bernaise-sósu. Hrærið asíu saman við sýrðan rjóma ásamt salti og pipar.
Raðið rauðlaukssneið ofan á hamborgarabrauð og dreifið bernaise-sósunni og sýrða rjómanum ofan á. Leggið hamborgarann ofan á sósurnar og setjið egg og beikon ofan á. Njótið.
Böðvar Guðmundsson er fæddur og uppalinn í Árbænum í Reykjavík og er ættaður úr Dölunum en býr í dag í Grafarvogi. Hann er nemi í vélvirkjun við Borgarholtsskóla og vinnur hjá Ölgerðinni.
Böðvar býr með foreldrum sínum og segir að faðir sinn sjái yfirleitt um eldamennskuna á heimilinu en hann eldi sjálfur af og til. Yfirleitt er boðið upp á venjulegan, íslenskan heimilismat en Böðvar hefur mest gaman af því að elda pastarétti. Matreiðsluhæfileikarnir eru sennilega miklir í fjölskyldu Böðvars en móðir hans, Arndís Hilmarsdóttir, vann hamborgarakeppni Íslandsnauts og segir Böðvar að síðan hafi hamborgarar verið mjög vinsælir á heimilinu.
Helstu áhugamál Böðvars eru stórar vélar, flug, siglingar og útivist. Hann hefur gaman af útilegum og gengur Esjuna af og til með föður sínum.
Um þennan hamborgara: „Ég hafði lengi verið að elda brasaðan mat og datt þá niður á þessa samsetningu. Ég var ekki einu sinni búinn að prófa að elda hamborgarann áður en ég sendi uppskriftina í keppnina. Ég bara vissi hvað þessi hráefni pössuðu vel saman.“
Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.
Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .