BLUE DRAGON MARINERAÐIR BORGARARMarineraður borgari

Hráefnið fyrir 4

  • 4 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • 50 ml Plum Sauce frá Blue Dragon
  • 50 ml Spare Rib Sauce frá Blue Dragon
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 4 stk hamborgarabrauð
  • 1 stk Límóna (safinn kreistur úr)
  • 1 msk púðursykur
  • 4 msk olía
  • 1 stk rautt chili-aldin
  • Mexíkó-ostur
  • Guacamole
  • Kál
  • Tómatar, skornir í sneiðar

Aðferðin

Maukið Blue Dragon-sósur, hvítlauk, límónusafa, púðursykur, olíu og chili-aldin saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Marínerið hamborgara upp úr blöndunni í 2-4 klst., geymið í kæli á meðan. Grillið hamborgarana, setjið ost ofan á eftir að búið er að snúa þeim við einu sinni og berið fram í hamborgarabrauði með guacamole, káli og tómötum eða öllu því grænmeti sem þið viljið.

KOKKURINNGUÐMUNDUR PÁLSSON

YFIRVÉLSTJÓRI

Guðmundur Pálsson er fæddur og uppalinn í Grundarfirði og þar býr hann ásamt eiginkonu sinni og syni. Hann er vélfræðingur að mennt og starfar sem yfirvélstjóri á togbátnum Hring SH.

Guðmundur segir eldamennskunni nokkuð jafnt skipt á heimilinu milli sín og eiginkonu hans og það er allur gangur á eldamennskunni allt frá pasta og pítsum upp í lambakjöt, þ.e. nútímalegur, íslenskur heimilismatur. Hamborgar eru reglulega á borðum og þá helst yfir sumartímann þegar verið er að grilla.

Helstu áhugamál Guðmundar eru fluguveiðar og fluguhnýtingar og hann fer marga veiðitúra á hverju sumri og þá oftast í vötnin í kringum Grundarfjörð.

Um þennan hamborgara: „Ég var að halda upp á afmælið mitt og vantaði eitthvað gott í matinn fyrir marga svo ég skellti honum saman, það koma svona vel út.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus