Blandið kryddinu saman og kryddið hamborgara á báðum hliðum. Steikið þá í olíu á milliheitri pönnu í 2 mín á hvorri hlið. Hitið hamborgarabrauð á sömu pönnu. Smyrjið neðra brauðið með sýrðum rjóma og setjið salat ofaná ásamt lauk, tómötum og salsasósu. Leggið þá borgarann ofan á ásamt osti, guacamole, ostasósu og natchos-flögum og að síðustu er lokið sett á toppinn.
Sólveig Baldursdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík og segist vera malarbarn í húð og hár. Hún hefur verið ritstjóri matartímaritsins Gestgjafans síðan 1998 og kallar því ekki allt ömmu sína þegar kemur að matargerð. Sólveig hefur starfað sem blaðamaður síðan 1984 og hóf feril sinn á Nýju lífi. Hún hefur menntun í tungumálum og bókmenntum sem hún sótti m.a. til Boston þar sem hún bjó í 3 ár. Hún starfaði einnig sem flugfreyja til skamms tíma.
Sólveig er vel gift og á þrjú börn sem hún segir að séu liðtæk í eldhúsinu og þá sérstaklega sonurinn sem hefur einstakt lag á matargerð, en hún segist oftast sjá sjálf um matargerðina á sínu heimili.
Útivist og hreyfing er helsta áhugamál Sólveigar. Hún segist vera ógeðslega góð í badminton og að það séu að vaxa á hana sundfit því hún er alltaf í sundi.
Um þennan borgara:
„Ég fann uppskriftina að þessum hamborgara í Gestgjafanum og hann er eitt af því sem við höfum leikið okkur með þar. Hann er fantagóður og ég hef eldað hann fyrir fjölskylduna við góðar undirtektir.“
Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.
Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .