Steikið borgara og snúið honum við þegar blóð byrjar að vætla út úr honum. Kryddið þá steiktu hliðina með aromat- og barbeque-kryddi, kryddið er sem sagt aldrei steikt.
Setjið hamborgarabrauð á pönnuna um leið og búið er að snúa borgaranum við og leyfið því að verða vel „krispí“. Smyrjið Honey Mustard barbeque-sósu á báða brauðhelmingana og setjið ost ofan á borgarann á pönnunni. Leggið 2-3 örþunnar tómatsneiðar á brauðið og ef þetta er hátíðarborgari þá er beikon steikt með og sett ofan á borgarann og að síðustu er efri helming hamborgarabrauðsins skellt á.
Örn Árnason segist vera fæddur og uppalinn í Reykjavík en vilji frekar kalla sig Hríseying þar sem hann dvaldi löngum í Hrísey á Eyjafirði á sumrin, fór snemma á vorin og kom seint heim á haustin. Hans fyrstu spor á atvinnumarkaðnum voru starf á ávaxtalager SÍS (Örn er sennilega fyrsti Íslendingurinn sem fékk að smakka kíví) og svo átti hann viðkomu hjá SS áður en hann dreif sig í Leiklistarskólann. Örn segir að ekki hafi verið gefnar eiginlegar einkunnir í Leiklistarskólanum en hann hljóti samt að hafa fengið tíu því hann sé enn starfandi í faginu og hefur gengið vel. Flestir Íslendingar þekkja líka leikarann Örn sem hvað frægastur er fyrir hlutverk sitt sem Afi á Stöð 2 og hlutverk sín í Spaugstofunni. Færri vita að hann er hokinn af reynslu þegar kemur að hamborgarageiranum því hann rak um tíma hamborgarastaðinn Brautarstöðina í Ármúla.
Örn býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum og segist oftast sjá um eldamennskuna þar sem kona hans vinnur langan vinnudag. Um afrek dætranna í eldhúsinu segir hann þær helst færar í því að fá sér morgunkorn.
Örn er stoltur frímerkjasafnari og hefur safnað frímerkjum frá 11 ára aldri, „ég á allt Íslandssafnið óstimplað frá upphafi.“ Safnið segist hann geyma í læstu bankahólfi enda ekki öðru þorandi. Hann segir að sér finnist gaman að kíkja á frímerkin sín en frímerkjasöfnun sé orðið eins konar feluáhugamál sem sumir skammast sín fyrir. Það sé af sem áður var þegar aðal„pikk-öpp“línan var „Má bjóða þér heim að kíkja á frímerkjasafnið mitt?“
Um þennan borgara:
„Þetta er algjör „pleinari“. Stundum vill maður bara fá venjulegan borgara með svolitlum osti. Það er list að steikja hamborgara og gera hann það vel úr garði að fólki líki. Á Brautarstöðinni lærði ég að steikja hamborgara og að maður ætti bara að krydda hann öðru megin eftir að búið væri að steikja þá hlið. Svona finnst mér hann æðislegur en hann má hvorki vera hrár né of eldaður.“
Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.
Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .