sveinsborgari

ÚRSLITA UPPSKRIFT (ÁTTA MANNA ÚRSLIT) Í HAMBORGARALEIK ÍSLANDSNAUTSveinsborgari

Hráefnið fyrir 4

  • 4 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • 4 stk hamborgarabrauð
  • 8 msk smjörvi
  • 12 stk meðalstórir, íslenskir sveppir, skornir í þunnar sneiðar
  • 2 stk laukur, skorinn í sneiðar
  • 8 stk ost sneiðar
  • Bleika sósan
  • Hvítlauks- og eða steinseljukrydd eftir smekk
  • Season all eða Broil Steak-krydd
  • Nýmalaður Pipar
  • Tómatsósa
  • Sinnep

Aðferðin

Bræðið smjörva á pönnu og steikið sveppi. Kryddið yfir með hvítlauks- og steinseljukryddi. Bætið lauksneiðum á pönnuna þegar sveppirnir eru farnir að dökkna svolítið, léttsteikið þær og takið í sundur svo úr verði hringir. Takið grænmetið af pönnunni og steikið hamborgara á henni, ekki skola pönnuna. Kryddið yfir borgarann með Season all og svörtum pipar og steikið þar til örlítið blóð kemur upp úr honum, snúið honum þá við. Leggið ost ofan á og steikið áfram þar til osturinn er bráðnaður. Pannan ætti að vera nokkuð þurr þegar þarna er komið sögu. Leggið hamborgarabrauð á pönnuna með sárin niður og steikið það þannig svolitla stund. Raðið sveppum á neðra hamborgarabrauðið og dreifið bleikri sósu ofan á, leggið hamborgarann á og toppið með laukhringjunum og sveppunum, tómatsósu og svolitlu sinnepi. Lokið hamborgaranum með efra brauðinu og voila!

KOKKURINNSVEINN ÓSKAR HAFLIÐASON

HAGFRÆÐINEMI

Sveinn er hagfræðinemi og ráðgjafi hjá Sparnaði. Hann segist vera Árbæingur í húð og hár en matreiðsluáhugi hans hófst í kringum störf hans í kjötborðinu í Nóatúni í Rofabæ og með eldamennsku í góðra vina hópi. Helstu afrek hans á þessu sviði segir hann vera þau að fá hamborgarauppskriftina sína birta á þessari heimasíðu en hamborgari Sveins var valinn úr stórum hópi þátttakenda í hamborgaraleik Bylgjunnar og Íslandsnauts.

Á heimili Sveins er það móðir hans sem eldar oftast enda býr hann enn í foreldrahúsum. Sveinn tekur sig þó stundum til og eldar fyrir foreldrana, sérstaklega ef það á að vera eitthvað virkilega flott því hann hefur meira gaman af veislueldamennsku..

Sveinn segist vera ósköp venjulegur strákur fyrir kannski utan það að hann er nokkuð lunkinn í að spúa eldi. Helstu áhugamál hans eru íþróttir, þá helst boltaíþróttir, en hann stundar sjálfur lyftingar og æfði fótbolta til margra ára. Að auki stundar hann laxveiði.

Um þennan hamborgara
„Ég var einn heima og ákvað að nota allt sem til var í ísskápnum til að búa til hamborgara. Hann varð mjög góður og þegar ég sá keppnina auglýsta fannst mér sniðug hugmynd að senda inn þessa uppskrift.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus