Penslið svepp með hvítlaukssmjöri og grillið á efri grindinni á grillinu. Kryddið hamborgara með salti og pipar og penslið með BBQ-sósu, gott er að gera þetta nokkur áður en borgarinn fer á grillið svo hann marínerist í sósunni. Grillið borgarann þar til hann fer að svitna, snúið honum þá við og leggið ostsneiðar ofan á. Látið ostinn bráðna og hitið hamborgarabrauð á grillinu á meðan. Þá hefst púsluspilið. Smyrjið neðri hluta brauðsins með BBQ-sósu, leggið kál ofan á og síðan kjötið, gúrkusneiðar og grillaða sveppinn. Smyrjið efri hluta brauðsins með sýrðum rjóma og leggið það ofan á.
Þórey er Reykvíkingur en er nú búsett í Mosfellsbæ ásamt Gulla, eiginmanni sínum, og tveimur börnum. Hún vinnur við bókhald á skrifstofu og fjölskyldan á hug hennar þegar hún er ekki í vinnunni sem og hundarnir en fjölskyldan er með tvo hunda, orkumikinn labrador og cavalier-kúrudýr.
Þórey sér yfirleitt sjálf um eldamennskuna á sínu heimili og er þá oftast með mömmumat eða snarl á boðstólum. Hamborgarar eru stundum á borðum og segist Þórey bara vilja fá þá grillaða.
Helstu áhugamál Þóreyjar eru fjölskyldan, útivera og hundarnir sem hún segir að veiti sér mikla lífsgleði. Það er því auðvelt fyrir Þóreyju að sameina áhugamálin og hún er dugleg að stunda útivist með fjölskyldunni, fara í útilegur og fleira.
Um þennan hamborgara:
„Við fórum á Flúðir þar sem sveppirnir eru ræktaðir og þar fengum við fullan poka af þvílíkum tröllasveppum. Þegar ég fékk þessa sveppi í hendurnar datt mér strax í hug að sniðugt væri að útbúa hamborgara með þeim.“
Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.
Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .