tommaborgari

HVER ER ORGINAL..Tommaborgari

Hráefnið fyrir 4

  • 480 gr Íslandsnaut gúllas
  • 4 stk hamborgarabrauð, helst án sesamfræja
  • 4 stk af 26% brauðosti
  • 1 stk laukur, fínt saxaður
  • 4 stk tómasneið
  • Iceberg-salat
  • Tómatsósa
  • Sinnep
  • Majónes
  • Salt
  • Pipar

Aðferðin

Hakkið nautagúllas gróft og mótið hamborgara úr hakkinu, hægt er að pressa hann niður með disk eða niðursuðudós. Glóðið hamborgarann á útigrilli við mikinn hita (má líka steikja á pönnu). Snúið borgaranum við, kryddið með salti og hvítum pipar og leggið ostsneið ofan á. Hitið hamborgarabrauð á grindinni yfir grillinu eða pönnunni, það má ristast örlítið. Setjið hamborgarann ofan á neðri brauðhelminginn, leggið salatblað, tómatsneið og saxaðan lauk ofan á og sprautið sósum yfir. Mest er sett af tómatsósu, svo majónes og loks örlítið sinnep eftir smekk.

„Það er þess virði að kaupa aðeins dýrara kjöt og hafa gæðin í lagi. Hamborgara úr góðu nautakjöti er í lagi að hafa léttsteiktan fyrir þá sem vilja. Síðan er gott að steikja 3 beikonsneiðar og setja ofan á ostinn eftir að hamborgarinn er kominn af pönnunni.“

KOKKURINNTÓMAS ANDRÉS TÓMASSON

VEITINGAMAÐUR

Tómas Andrés Tómasson er fæddur og uppalinn í Gamla Vesturbænum (107). Hann var iðulega kenndur við veitingastaðinn Tommaborgara en í seinni tíð hefur hann verið kenndur við arftakann, Hamborgarabúllu Tómasar, sem opnaði við Geirsgötu árið 2004 og er nú einnig í Hafnarfirði og á Bíldshöfða. Það má eiginlega segja að sérgrein Tómasar sé að opna og reka veitingastaði. Hann lærði matreiðslu á Loftleiðum 1967 en síðan þá hefur hann komið víða við, m.a. með opnun Tommaborgara 1981 en í kjölfarið fylgdu Hard Rock Café, endurbygging á Hótel Borg, Kaffibrennslan, Amma Lú, Villti tryllti Villi, Glaumbar og Grillhúsið svo einhverjir séu nefndir.

Þá sjaldan það er eldað heima hjá Tómasi eldar hann sjálfur enda býr hann svo til einn nema þegar dóttir hans er hjá honum og hann segist vera hálf-einstæður faðir. Varðandi hamborgaraneyslu sína segist hann borða að minnsta kosti einn hamborgara á dag, stundum tvo, og einstaka sinnum þrjá.

Nýjasta áhugamál Tómasar er að ganga á Esjuna og það gerir hann tvisvar í viku. Hann segist einnig hafa gaman af því að spila rúllettu og árið 2003 ferðaðist hann alla leið til Argentínu til að læra tangó.

Um þennan hamborgara:
„Ég var í háskóla í Ameríku að læra Hótel- og veitingarekstur og tveir mjög merkilegir menn kenndu mér að steikja og búa til hamborgara, annar þeirra var prófessor við háskólann. Það má segja að þessi hamborgari sé það sem helst stendur upp úr eftir 2 ½ árs nám mitt þar.

Þessi hamborgari er bestur úr nýhökkuðu kjöti og þess vegna mæli ég með því að kaupa gúllas og hakka heima en það verður að passa að það sé nóg fita á því. Bragðið kemur úr fitunni.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus