Léttkryddið hamborgara með McCormick hamborgarakryddi og grillið hann þar til safinn kemur upp, snúið honum þá við og leggið parmaskinku og Camembert-ost ofan á, grillið í u.þ.b. 2 mín. Hitið hamborgarabrauð aðeins á grillinu. Setjið bernaise-sósu á botnbrauðið og hyljið hana með klettakáli, nokkrum laukhringjum og fínt söxuðum hvítlauk. Leggið hamborgarann ofan á og toppið með brauði ef þið viljið nota það. Með þessu er best að hafa nýuppteknar, rauðar kartöflur, skornar í báta og grillaðar í ofni með íslenskri smjörklípu þar til þær eru bakaðar í gegn. Alveg frábært, prófið ef þið þorið!
Arndís er kennari að mennt og starfar sem slíkur. Hún hefur lengstum starfað sem smíðakennari og tölvukennari en starfar nú í sérkennslu. Hún hefur einnig tekið að sér heimilisfræðikennslu og almenna bekkjarkennslu.
Arndís Hilmarsdóttir er gift Guðmundi Mar Magnússyni, bruggara hjá Ölgerðinni. Saman eiga þau þrjú börn, tvo drengi á unglingsaldri og eina 10 ára dóttur. Arndís hefur gaman að því að elda, en eldamennskan er áhugamál hjá allri fjölskyldunni. Hefur fjölskyldan gaman af því að prófa nýjar uppskriftir sem og að búa til nýja rétti sjálf. Þess ber að geta að sonur Arndísar, Böðvar átti einnig uppskrift í úrslitum uppskriftakeppninnar. Arndís segist þó sjaldnast sjá um eldamennskuna því karlpeningurinn á heimilinu taki oft völdin í eldhúsinu.
Áhugamál Arndísar eru ferðamennska hverskonar og hefur hún gaman að því að ferðast til framandi landa og notar öll tækifæri sem til þess gefast. Einnig ferðast Arndís mikið innanlands.
Arndís hefur mikinn áhuga á prjónamennsku og prjónar fyrir hina og þessa, lopapeysur, ungbarnaföt og allt milli himins og jarðar.
Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.
Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .